Enski boltinn

Nistelrooy: Memphis er ekki tilbúinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Memphis Depay skoraði í síðasta leik þrátt fyrir bartana.
Memphis Depay skoraði í síðasta leik þrátt fyrir bartana. vísir/getty
Ruud van Nistellroy, fyrrverandi framherji Manchester United, segir að samlandi sinn Memphis Depay sé ekki tilbúinn fyrir þá ábyrgð sem fylgir því að vera númer sjö hjá Manchester United.

Memphis byrjaði vel hjá Manchester United áður en hann var settur á bekkinn eftir slæmt tap gegn Arsenal, en Hollendingurinn ungi skoraði í sigri á nýliðum Watford um síðustu helgi.

Van Nistelrooy þekkir vel til Manchester United og Memphis, en hann vann náið með unga vængmanninum hjá landsliðinu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Memphis er nógu góður til að verða ein af bestu sjöum í sögu Manchester United,“ segir Nistelrooy sem skoraði 150 mörk fryir United á fimm tímabilum.

„Til að skipta sköpum fyrir United þurfa menn að vera góðir í stórleikjunum. Hann er ekki tilbúinn fyrir það enn þá.“

„Hann mun rísa aftur. Hann verður betri og áhrifameiri. Hann er viljugur til að læra. Ég er viss um að hann mun komast á þann stað,“ segir Ruud van Nistelrooy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×