Handbolti

Nimes vann án Snorra Steins í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson.
Ásgeir Örn Hallgrímsson. vísir/epa
Íslendingaliðið Nimes fagnaði góðum útisigri í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld þrátt fyrir að leika án aðalleikstjórnenda síns.

Nimes vann leikinn 33-29 eftir að hafa verið 16-14 undir í hálfleik. Liðið vann því seinni hálfleikinn með sex mörkum, 19-13.

Snorri Steinn Guðjónsson er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað leikinn í kvöld en hann hefur ekki verið heill undanfarnar vikur. Snorri Steinn spilaði samt í sigri á Créteil fyrir viku síðan.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var hinsvegar í liðinu hjá Nimes í kvöld og skoraði þrjú mörk úr átta skotum. Julien Rebichon var markahæstur með tíu mörk en hann tók vítin í fjarveru Snorra og nýtti öll fimm.

Þetta var þriðji sigur Nimes í síðustu fjórum leikjum en liðið hefur ekki tapað í undanförnum fjórum umferðum.

Geir Guðmundsson skoraði 3 mörk úr 6 skotum þegar Cesson-Rennes tapaði með níu mörkum á útivelli á móti Aix, 34-25. Guðmundur Hólmar Helgason er meiddur og spilar ekki meira með liði Cesson-Rennes á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×