Fótbolti

Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Félagarnir grínast með það að allir Íslendingar gætu komist fyrir á leikvanginum í Volgograd. Ekki alveg en við náum punktinum.
Félagarnir grínast með það að allir Íslendingar gætu komist fyrir á leikvanginum í Volgograd. Ekki alveg en við náum punktinum.
Vefsíðan B/R football kíkti í heimsókn í gamla grunnskóla Victor Moses, skærustu stjörnu nígeríska landsliðsins í gær, til að fylgjast með viðbrögðum nemenda við leiknum. Tæplega 200 milljónir manna búa í Nígeríu og segja blaðamenn hér í Rússlandi að líkt og á Íslandi horfi hvert einasta mannsbarn á leiki liðsins á HM.

Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II stigu svo á svið og gerðu upp leikinn eins og þeirra er von og vísa, með rappi. Þar var skotið á búningana, leikstjórann Hannes Þór Halldórsson, tannlækninn Heimi Hallgrímsson, mannfjöldann á Íslandi og áfram mætti telja.

Útkomuna má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×