Erlent

Niðurstöður um ebólusmit innan 15 mínútna

Atli Ísleifsson skrifar
Til að byrja með verða tilraunir gerðar með prófið á sjúkrahúsi í bænum Conakry í Gíneu.
Til að byrja með verða tilraunir gerðar með prófið á sjúkrahúsi í bænum Conakry í Gíneu. Vísir/AFP
Heilbrigðisstarfsfólk í Gíneu hyggst gera tilraunir með nýtt blóð- og munnvatnspróf sem á að gefa niðurstöður um hvort sjúklingur hafi smitast af ebólu eður ei innan fimmtán mínútna.

Próftækið er flytjanlegt, knúið af sólarorku og á að geta skilað niðurstöðum sex sinnum hraðar en þau próf sem eru nú notuð í Vestur-Afríku.

Sérfræðingar segja að hraðari greining muni auka líkur á að fólki lifi af ebólusmit og jafnframt draga úr útbreiðslu veirunnar.

Til að byrja með verða tilraunir gerðar með prófið á sjúkrahúsi í bænum Conakry í Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×