Erlent

Niðurstaðan sem breska ríkisstjórnin vonaðist eftir

Bjarki Ármannsson skrifar
Stuart Gill sendiherra segir að bresk stjórnvöld muni sem fyrst innleiða breytingar á sambandi Englands og Skotlands.
Stuart Gill sendiherra segir að bresk stjórnvöld muni sem fyrst innleiða breytingar á sambandi Englands og Skotlands. Vísir/Anton
„Þetta var vissulega niðurstaðan sem breska ríkisstjórnin vonaðist eftir,“ segir Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi. „Fólkið hefur sagt sína skoðun og nú tökum við næstu skref út frá því.“

Gill segist telja það mikilvægt að skoða niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og taka tillit til þess að 45 prósent kosningabærra Skota hafi kosið sjálfstæði þjóðar sinnar.

„Skoska þjóðin hefur nú meðal annars greitt atkvæði með sterkara þingi,“ segir Gill. „Það er þess vegna sem Cameron hefur tilkynnt að hann muni ásamt Smith lávarði af Kelvin ganga hratt til verks við að innleiða þessar nýju tillögur um aukið framsal valds.“

Gill á ekki von á því að samband Englendinga og Skota breytist mikið í kjölfar kosninganna. Saga Bretlandseyja hafi í gegnum tíðina mótast af fjölmörgum stjórnarskrárbreytingum.

„Síðustu 307 árin hafa þessar breytingar svo átt sér stað innan sambandsins, og því verður eins háttað nú,“ segir hann. „Það verða breytingar en þær verða allar gerðar innan sambandsins.“


Tengdar fréttir

Bretland slapp með skrekkinn

45 prósent Skota greiddu atkvæði með fullu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær er 55 prósent vildu halda sambandinu við Bretland.

Merkar kosningar

Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×