Erlent

Níðingarnir verði geltir

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Joko Widodo Indónesíuforseti telur sig geta útrýmt kynferðisglæpum í landinu.
Joko Widodo Indónesíuforseti telur sig geta útrýmt kynferðisglæpum í landinu. Nordicphotos/AFP
Joko Widodo, forseti Indónesíu, segist sannfærður um að með því að gelda barnaníðinga muni með tímanum takast að útrýma kynferðisglæpum í Indónesíu.

Þetta sagði hann í viðtali við breska útvarpið BBC. Fyrr í mánuðinum samþykkti Indónesíuþing lög um að vana mætti barnaníðinga með lyfjagjöf, án þess að fjarlægja þurfi kynfæri eða gera afbrotamennina ófrjóa. Lyfin hafa þau áhrif að þau draga úr kynhvöt.

Widodo sagði mannréttindaákvæði indónesísku stjórnarskrárinnar ekki þurfa að flækjast neitt fyrir þarna.

„Í stjórnarskránni er að finna virðingu fyrir mannréttindum, en þegar kemur að kynferðisglæpum þá eru ekki gerðar neinar málamiðlanir,“ sagði hann í viðtalinu. „Við munum úthluta hámarksrefsingu fyrir kynferðisglæpi.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×