Formúla 1

Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg vann þriðju keppnina í röð í dag.
Nico Rosberg vann þriðju keppnina í röð í dag. Vísir/Getty

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari.

Rosberg var á ráspól og hélt forystunni mest alla keppnina. Hamilton reyndi allgt hvað hann gat, aðra keppnisáætlun þar á meðal en Rosberg var ekki í þeim gírnum að gefa fyrsta sætið upp á bátinn. Rosberg hefur aldrei áður unnið þrjár keppnir í röð.

Rosberg hélt fyrsta sætinu í ræsingunni, Hamilton sat aðeins eftir og þurfti að verja stöðu sína fyrir Raikkonen og Sergio Perez.

Pastor Maldonado á Lotus lenti í samstuði við Fernando Alonso á McLaren á fyrsta hring. Maldonado gat ekki haldið áfram, Alonso gat haldið áfram en þurfti nýjan framvæng. Maldonado var þó ekki um að kenna í þetta skipti. Alonso fékk refsingu, hann þurfti að keyra í gegnum þjónustusvæðið.

Valtteri Bottas tók þjónustuhlé og var hleypt út í umferð á þjónustusvæðinu. Bottas braut framvænginn sinn á hægra afturdekkinu á bíl Button. Bottas þurfti að koma inn á næsta hring til að fá nýjan framvæng. Bottas fékk fimm sekúndna refsingu fyrir atvikið.

Eftir fyrstu þjónustuhléin var Sebastian Vettel orðinn annar á Ferrari á milli Rosberg sem var fyrstur og Hamilton í þriðja sæti. Vettel hafði ekki stoppað en ræsti 15. og gat því valið dekk til að byrja á.

Sebastian Vettel vann upp 11 sæti í dag.Vísir/Getty

Vettel tók sitt fyrsta þjónustuhlé á hring 23. Hann kom út í sjötta sæti. Hann var þá kominn í góða stöðu fyrir slaginn sem koma skyldi.

Hamilton gaf í um miðbik keppninnar, hann hafði mest verið rúmega sex sekúndum á eftir Rosberg. Minnst varð bilið tæp ein og hálf sekúnda.

Rosberg tók þjónustuhlé á undan og var þá á ferskari dekkjum. Hamilton var á undan á brautinni en var að tapa tíma gagnvart Rosberg.

Vettel fékk ofurmjúku dekkin undir á 40. hring. Hann tapaði tveimur sætum við að taka þjónustuhléið, hann þurfti að komast fram úr Daniel Ricciardo á Red Bull og Perez á Force India til að ná fjórða sætinu aftur. Hann komst þangað á hring 45.

Hamilton tók þjónustuhlé á hring 42, töluvert seinna en Rosberg. Hamilton gaf allt í botn og var 12 sekúndum á eftir Rosberg með 12 hringi eftir.

Hamilton reyndi að vinna upp mismuninn en Rosberg svaraði þegar hann var farinn að sjá grilla í Hamilton í speglunum á beinu köflunum.

Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir

Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni.

Rosberg: Ég er bara fljótari núna

Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×