Formúla 1

Nico Rosberg vann í Bakú

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg var einmanna fremstur manna í dag.
Nico Rosberg var einmanna fremstur manna í dag. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes var aldrei ógnað hann ræsti fremstur og hélt forystunni til loka. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji.

Rosberg er þá kominn með 24 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Lewis Hamilton var að glíma við vitlausa vélarstillingu næstum alla keppnina.

Hamilton átti ekki góða tímatöku í gær, hann ræsti tíundi en liðsfélagi hans hjá Mercedes, Rosberg var á ráspól. Hamilton braut hjólaspyrnur í bíl sínum.

Ræsingin gekk vel þrátt fyrir þrönga braut og mikinn atganga á leiðinni inn í fyrstu beygju. Allir ökumenn komust þar í gegn nokkuð heillegir.

Hamilton hélt sinni stöðu í upphafi í tíunda sæti. Hann var hins vegar fljótur að byrja að sækja á og vinna upp eitt og eitt sæti í einu.

Vettel náði að taka fram úr Daniel Ricciardo á hring fimm en Ricciardo fór svo inn á þjónustuhlé.

Vettel var sagt að koma inn á áttunda hring. Hann spurði hvort þeir væru vissir. Hann fékk jákvætt svar við því en hann kom þó ekki inn.

Sergio Perez var eldheitur í dag.Vísir/Getty
Raikkonen fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að fara yfir línuna á leiðinni inn á þjónustusvæðið. Raikkonen komst fram úr Ricciardo á 19. hring. Ferrari sagði við Raikkonen í talstöðinni að það myndi breyta keppninni ef þeim tækist að komast fram úr.

Hamilton var í vandræðum með vélarstillingar. Hann náði ekki að finna rétta stillingu. Verkfræðingar Mercedes máttu ekki segja honum hvað var að.

Hamilton kom með allskonar hugmyndir um hvernig liðið gæti komist framhjá banninu um að veita upplýsingar. Hann spurði hvort hann gæti komið með tillögur að breyttum stillingum og liðið myndi segja af eða á. Mercedes sagði að það væri bannað.

Rosberg sigldi auðan sjó fremstur í röðinni alla keppnina. Hann var varla í mynd, svo mikið var forskot hans.

Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. 


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Kostuleg keppni í Kanada

Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni.

Hamilton fljótastur á báðum æfingum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Bakú. Nico Rosberg á Mercedes var annar á báðum æfingum. Mercedes sýndi mátt sinn á glænýrri braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×