Fótbolti

Neymar búinn að ná sér af hettusóttinni | Klár í slaginn um helgina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Neymar er afskaplega hrifinn af hárinu á sér.
Neymar er afskaplega hrifinn af hárinu á sér. Vísir/Getty
Brasilíski framherjinn Neymar gæti leikið fyrsta leik sinn á tímabilinu um helgina þegar Barcelona tekur á móti Malaga í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Neymar hefur ekkert tekið þátt í fyrstu fjórum leikjum tímabilsinseftir að hafa greinst með hettusótt.

Neymar er byrjaður að æfa með liðinu og gæti fengið einhverjar mínútur um helgina gegn Malaga.

Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, sagði að líkamsbyggð leikmannsins gerði það að verkum að hann þyrfti ekki langan tíma til þess að komast í sitt besta form.

„Hann lítur mjög vel út, hann er búinn að ná sér en líkt og aðrir leikmenn eru þeir ekki í sínu besta líkamlega formi svona í byrjun tímabilsins. Hann sem betur fer er fljótur að koma sér í sitt besta stand og fyrir vikið gæti hann spilað á morgun.“

Barcelona tekur á móti Malaga í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar annað kvöld en flautað verður til leiks 18:30 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×