ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 16:30

Nćstmarkahćsta liđ Evrópu spilar í Manchester í kvöld

SPORT

Neymar: Messi er frá annarri plánetu

 
Fótbolti
11:00 12. JANÚAR 2016
Neymar og Messi kátir í Sviss í gćr.
Neymar og Messi kátir í Sviss í gćr. VÍSIR/GETTY

Lionel Messi var í gærkvöldi kosinn besti fótboltamaður heims í fimmta sinn, en hann þurfti að sjá á eftir Gullboltanum til Cristiano Ronaldo undanfarin tvö ár.

Brasilíumaðurinn Neymar, samherji Messi hjá Barcelona, varð þriðji í kjörinu á eftir Ronaldo sem hreppti annað sætið að þessu sinni.

Hann sparaði ekki stóru orðin þegar fréttamenn báðu hann um að lýsa Argentínumanninum. „Frá mínum bæjardyrum séð er Leo frá annarri plánetu,“ sagði Neymar.

„Fyrir mér er hann sá besti í heiminum. Hann er átrúnaðargoðið mitt og vonandi getum við fylgst með honum áfram um árabil.“

Neymar var ekkert fúll með að hafna í þriðja sæti heldur skemmti hann sér konunglega á galakvöldinu í Sviss.

„Þetta er einn besti dagur ævi minnar. Ég fylgdist með Leo vinna úr fremstu röð og fékk að eyða deginum með tveimur bestu fótboltamönnum heims,“ sagði Neymar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Neymar: Messi er frá annarri plánetu
Fara efst