Erlent

Neyðarrannsókn á kjúklingabúum vegna umfjöllunar fjölmiðla um skort á hreinlæti

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Haraldur
Komið hefur í ljós að hreinlæti hjá tveimur af stærstu framleiðendunum í breskum kjúklingaiðnaði er verulega ábótavant. Þrjár af stærstu stórmarkaðakeðjum Bretlands hafa sett af stað neyðarrannsókn á kjúklingabirgðum sínum vegna málsins.

Málið kom upp í kjölfar umfjöllunar breska blaðsins Guardian, sem hefur undir höndum gögn sem sína að hreinlætisstaðlar sem miða að því að koma í veg fyrir að kamfílóbakter berist í kjúklinginn, virðast þverbrotnir.

 

Myndbönd og ljósmyndir sýna meðal annars kjúklingainnyfli flæða um gólf í kjúklingaverksmiðju, kjúklingahræ komast í snertingu við stígvél starfsmanna og fleira sem getur aukið líkur á kamfílóbakter-smiti.

Framleiðendurnir sem um ræðir framleiða kjúkling fyrir nokkrar af stærstu stórmarkaðakeðjum Bretlands og skyndbitakeðjur s.s. KFC og Nandos. Talið er að um 250000 manns veikist í Bretlandi á hverju ári vegna slæms hreinlætis í kjúklingaiðnaði.

Myndband byggt á gögnum úr umfjöllun Guardian má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×