Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Túnis

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Í gær var haldin minningarathöfn á ströndinni.
Í gær var haldin minningarathöfn á ströndinni. Vísir/EPA
Yfirvöld í Túnist hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar voðaverkanna í strandbænum Sousse í síðustu viku þegar vígamaður skaut þrjátíu og átta ferðamenn til bana.



Öryggisgæsla hefur verið efld til muna víðast hvar í Túnis en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Forseti Túnis, Beji Caid Ebbebsi mun ávarpa þjóð sína seinna í dag.




Neyðarástandi var síðast lýst yfir í landinu árið tvö þúsund og ellefu þegar mótmælaalda gekk yfir landið sem endaði með því að þáverandi forseta landsins, Zine al-Abidine Ben Ali, var steypt af stóli.




Síðan þá Íslamska ríkið hertekið stór svæði í nágrannaríkjum Túnis. Árásin í síðustu viku er sú mannskæðasta í mörg ár í Túnis en í mars á þessu ári voru tuttugu og tveir skotnir til bana í Bardo-safninu í höfuðborg Túnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×