Erlent

Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vonir um að fólk finnist á lífi í rústunum fara hratt dvínandi.
Vonir um að fólk finnist á lífi í rústunum fara hratt dvínandi. vísir/epa
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þeim héruðum sem verst urðu úti í jarðskjálftunum á Ítalíu á miðvikudag. Vonir um að fólk finnist á lífi í rústunum fara hratt dvínandi, að sögn þarlendra yfirvalda.

Að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu eru látnir og á fjórða hundrað eru slasaðir. Þá er fjölda fólks enn saknað og hafa björgunaraðilar unnið sleitulaust að því að reyna að finna fólk í rústunum.

Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa fylgt á eftir jarðskjálftanum á miðvikudag, sem var upp á 6,2 stig, og hefur það hamlað björgunarstarfi nokkuð, enda geta eftirskjálftarnir valdið mikilli hættu. Þegar rökkva tekur eru flóðljós notuð til að lýsa upp rústirnar og þá hefur verið farið fram á að sem mest þögn ríki svo hægt sé að heyra í fólki sem þarf á aðstoð að halda. Um fimm þúsund manns taka þátt í leitinni.

Gríðarleg eyðilegging blasir við og hét forsætisráðherra landsins, Matteo Renzi, því í gær að fimmtíu milljónum evra verði varið í uppbyggingarstarf á skjálftasvæðunum. Yfirvöld hafa þó mætt nokkurri gagnrýni yfir að byggingarstaðlar séu ekki nægilega strangir á þessum slóðum, þar sem skjálftar eru nokkuð algengir.


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×