Erlent

Neyðarástand í Suður-Karólínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Charleston undibúa sig nú fyrir flóð.
Íbúar Charleston undibúa sig nú fyrir flóð. Vísir/AFP
Yfirvöld búast við flóðum á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og búið er að lýsa yfir neyðarástandi í Suður-Karólínu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað alríkisstofnunum að hjálpa til þar.

Búið er að rigna gífurlega á svæðinu í vikunni, en búist er við því að fellibylurinn Jaquin í karabíska hafinu muni gera ástandið verra.

Ekki er talið að fellibylurinn muni ná að ströndum Bandaríkjanna en hann hefur þegar valdið mikilli rigningu í Suður-Karólínu. Veðurstofa Bandaríkjanna býst við allt að 380 millimetra rigningu á morgun.

Í Charleston er búið að loka götum og koma sandpokum fyrir til að koma í veg fyrir flóð. „Yfirleitt þurfum við að eiga við flóð í nokkrar klukkustundir. Núna þurfum við að eiga við þetta í nokkra daga.“ Þetta segir Greg Mullen, lögreglustjóri Charleston, við AP fréttaveitunna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×