Erlent

Neyða börn í sjálfsmorðsárásir

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ástandið í Nígeríu og nágrannalöndum er víða erfitt vegna Boko Haram.
Ástandið í Nígeríu og nágrannalöndum er víða erfitt vegna Boko Haram. Vísir/EPA
Ný skýrsla Barnastofnunar Sameinuðu Þjóðanna um Boko Haram segir það hafa færst í aukar að hryðjuverkasamtökin neyði börn til þess að fremja sjálfsmorðsárásir. Talið er að ein af hverjum fimm sjálfsmorðsárásum sem framkvæmd er af samtökunum í Kamerún, Nígeríu og Chad sé gerð af barni. Talið er að þessar aðgerðir séu svar samtakanna við þeim ósigrum sem kostuðu þau landsvæði í Nígeríu, landsvæði sem þau höfðu náð valdi yfir.

Algengt er að unglingsstúlkur séu neyddar til þess að fremja hryðjuverk og eru þær þá lyfjaðar áður en þær eru sendar af stað með sprengjuefni fest við búk þeirra.

Í skýrslunni, sem ber nafnið Beyond Chibok er því haldið fram að þúsundum barna hafi verið rænt undanfarin tvö ár, þegar liðsmenn Boko Haram rændu yfir 200 unglingsstúlkum frá bænum Chibok í Nígeríu. Í kjölfarið var hrint af stað herferð til þess að hafa upp á stúlkunum en engin þeirra hefur enn fundist. Sumar eru neyddar í kynlífsþrælkun en aðrar í hjónaband við hermenn.

Átökin í Nígeríu hafa nú staðið yfir í um sjö ár og talið er að um 17 þúsund manns hafi látið lífið. Samkvæmt Unicef hafa um 1,3 milljón barna misst heimili sín í Nígeríu og nágrannalöndunum þremur Kamerún, Chad og Níger.

Vefur BBC fjallar ítarlegar um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×