SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Newcastle lagđi fram tilbođ í Berahino | Doumbia í lćknisskođun

 
Enski boltinn
22:45 31. JANÚAR 2016
Berahino fagnar hér marki sínu gegn Peterborough í gćr.
Berahino fagnar hér marki sínu gegn Peterborough í gćr. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Samkvæmt heimildum SkySports eru forráðamenn Newcastle ekki hættir í þessum félagsskiptaglugga en félagið lagði fram tilboð í Saido Berahino, leikmann West Brom og Seydou Doumbia, leikmann Roma.

Leikmenn Newcastle hafa átt í erfiðleikum fyrir framan markið á þessu tímabili en liðið hefur aðeins skorað 25 mörk í 23 leikjum. Hafa aðeins fimm lið í ensku úrvalsdeildinni skorað færri mörk.

Áætlað er að Doumbia sem er frá Fílabeinsströndinni gangist undir læknisskoðun í dag og að hann komi á láni frá Roma en hann hefur eytt undanförnum sex mánuðum á láni hjá CSKA Moskvu.

Varð hann tvisvar markahæsti leikmaður rússnesku deildarinnar sem leikmaður CSKA Moskvu áður en hann gekk til liðs við Roma en honum gekk illa að fóta sig í höfuðborg Ítalíu.

Þá kemur einnig fram að Newcastle hafi lagt fram tilboð upp á 21 milljón punda í Saido Berahino, leikmann West Bromwich Albion.

Berahino hefur verið út í kuldanum hjá West Brom eftir að hafa krafist þess að fara frá félaginu síðasta sumar en hann hefur verið varaskeifa það sem af er á þessu tímabili en minnti á sig með tveimur mörkum gegn Peterborough í gær.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Newcastle lagđi fram tilbođ í Berahino | Doumbia í lćknisskođun
Fara efst