Enski boltinn

Newcastle lagði Everton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Markaskorar fagna marki Cissé
Markaskorar fagna marki Cissé vísir/getty
Newcastle batt enda á þriggja leikja taphrinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Everton 3-2 á heimavelli sínum St. James‘ Park.

Everton fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum þegar Arouna Koné kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu leiksins.

Papiss Cissé jafnaði metin á 34. mínútu og var staðan í hálfleik 1-1. Ayoze Pérez kom Newcastle yfir á sjöttu mínútu seinni hálfleiks og á 68. mínútu virtist Jack Colback gera út um leikinn þegar hann kom Newcastle í 3-1.

Kevin Mirallas minnkaði muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru til leiksloka og upphófst æsispennandi loka spettur en Everton varð að játa sig sigrað í þriðja leiknum í röð.

Everton hefur aðeins unnið einn af átta síðustu leikjum sínum og tapað sex þeirra en liðið er nú í 12. sæti með 21 stig. Newcastle er í níunda sæti með 26 stig.

Arouna Koné kemur Everton í 0-1: Cissé jafnar metin fyrir Newcastle:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×