New York Times sty­ur Clinton og Kasich

 
Erlent
23:16 30. JAN┌AR 2016
John Kasich og Hillary Clinton.
John Kasich og Hillary Clinton. V═SIR/AFP

Bandaríska blaðið New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Demókratann Hillary Clinton og Repúblikanann John Kasich fyrir forkosningar stóru flokkanna tveggja fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem hefjast á mánudaginn.

Í leiðara blaðsins segir að Clinton sé einn hæfasti frambjóðandinn sem fram hafi komið í seinni tíð, en Kasich er lýst sem „eina trúverðuga kostinum“ innan Repúblikanaflokksins.

Clinton er talin líklegust til að bera sigur úr býtum í Demókrataflokknum, en Kasich, sem er ríkisstjóri í Ohio, hefur ekki mælst með mikið fylgi meðal kjósenda Repúblikanaflokksins.

Forval flokkanna hefjast í Iowa á mánudaginn.

Í frétt BBC kemur fram að ekki komi á óvart að blaðið lýsi yfir stuðningi við Clinton, enda naut hún stuðnings blaðsins þegar hún atti kappi við Barack Obama árið 2008.

Í leiðara NYT segir að Donald Trump hafi hvorki reynslu né áhuga til að fræðast um þjóðaröryggi, varnarmál eða alþjóðaviðskipti. Þá segir um Ted Cruz að hann „muni segja hvað sem er til að reyna að sigra“. Þeir Trump og Cruz hafa mælst með mest fylgi meðal Repúblikana.


The Times editorial board writes that John Kasich is the only plausible choice for Republicans tired of the extremist front-runners in the primary contest.Read more in The New York Times Opinion Section.

Posted by The New York Times on Saturday, 30 January 2016


The Times editorial board endorses Hillary Clinton, calling her "one of the most broadly and deeply qualified presidential candidates in modern history." Read more in The New York Times Opinion Section.

Posted by The New York Times on Saturday, 30 January 2016
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / New York Times sty­ur Clinton og Kasich
Fara efst