Lífið

New Kids on the Block halda í tónleikaferð á ný

NKOTB hafa engu gleymt
NKOTB hafa engu gleymt Vísir/Getty
Strákasveitin New Kids on the Block, sem allir eru þó komnir yfir fertugt, tilkynntu í sjónvarpsþættinum Good Morning America á þriðjudag að þeir væru á leið í tónleikaferðalag í sumar.

Með þeim í för á tónleikaferðalaginu verður hljómsveitin TLC og rapparinn Nelly.

Fyrsti viðkomustaður af fjörutíu og sjö verður Las Vegas þann 1.maí. Tónleikarnir höfða til mjög breiðs aldurshóps þar sem þeir slógu í gegn um miðjan níunda áratuginn, TLS á þeim tíunda og Nelly upp úr aldamótum 2000. „Þetta verður eitt stórt partý, við erum mjög spenntir,“ sagði Joey McIntyre úr New Kids on the Block í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×