Enski boltinn

Neville segir alltof snemmt að afskrifa Man. Utd í titilbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic áhyggjufullur í leiknum á móti Chelsea í gær.
Zlatan Ibrahimovic áhyggjufullur í leiknum á móti Chelsea í gær. Vísir/Getty
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnuspekingur í þættinum „Match of the Day 2“ á BBC, er ekki búinn að missa trúna á sínu gamla liði í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Manchester United  tapaði 4-0 á móti Chelsea í stórleik gærdagsins og eflaust mæta margir stuðningsmenn liðsins daufir í vinnuna í dag.

Það kætir þá örugglega að heyra skoðun Phil Neville á stöðu mála á Old Trafford nú þegar liðið er í sjöunda sæti deildarinnar eftir níu leiki og hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

„Miðað við það sem ég sá á Stamford Bridge þá eru þeir hvergi nærri því að vera á þeim stað sem knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vill sjá þá. Það mun taka þá þó nokkurn tíma til viðbótar að ná þangað," skrifaði Phil Neville í pistli sínum.

„Það sem ég vil koma með inn í umræðuna er að United-liðið er að koma úr mörgum erfiðum leikjum og framundan eru leikir sem þeir eiga mun meiri möguleika að ná í sigur. Mourinho talaði réttilega um það sjálfur eftir leikinn," skrifaði Phil Neville.

„Næstu vikur eru mjög mikilvægur tími fyrir þá því þú vinnur ekki deildina á því að vinna liðin í kringum þig heldur á því að vinna alla aðra í deildinni," skrifaði Neville.

„Jafntefli eru ekki nóg í þessum leikjum. Á næstu vikum spila þeir heima á móti Arsenal en spila einnig við Burnley, Swansea og West Ham. Þó þeir vinni bara þá þrjá síðastnefndu leiki þá mun birta til á Old Trafford," skrifaði Neville.

„Ef United-liðið nær nokkrum sigrum í röð þá er rétt að minna á það að þeir eru aðeins sex stigum frá toppsæti deildarinnar. Við höfum þegar orðið vitni af því að hlutirnir geti breyst hratt á toppnum," skrifaði skrifaði Phil Neville í pistli sínum en það má lesa hann allan hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×