Enski boltinn

Neville: Þetta United-lið getur ekki unnið titilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourino sótti stig á Anfield.
José Mourino sótti stig á Anfield. vísir/getty
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, telur að leikmenn Manchester United hafi hækkað í áliti hjá knattspyrnustjóra félagsins, José Mourinho, eftir frammistöðuna gegn Liverpool í gærkvöldi.

Rauði mánudagurinn stóð aldrei undir væntingum en United varðist fimlega gegn Liverpool-liðinu sem var 65 prósent með boltann. Liðin skildu á endanum jöfn, markalaus.

„Frammistaðan segir okkur svolítið hvar United-liðið er statt. Á fyrsta ári Mourinho eftir endurkomuna til Chelsea sagði hann að liðið væri ekki tilbúið til að vinna deildina og ég tel að þetta United-lið sé einmitt ekki tilbúið til þess,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn.

„Leikáætlunin var góð en liðið verður að geta beitt skyndisóknum í bland við þennan varnarleik. United-liðið sýndi hvorki hraða né gæði til að ógna Liverpool.“

„United gerði nákvæmlega það sem Mourinho vildi en hann viðurkenndi eftir leikinn að það vantaði eitthvað meira á síðasta þriðjungi vallarins. Föstu leikatriðin hjá United voru heldur ekki nógu góð.“

„Síðustu þrír til fjórir félagaskiptagluggar hafa ekki verið góðir hjá United fyrir utan þennan í sumar. Engu að síður tel ég að liðið og leikmennirnir hafi hækkað í áliti hjá Mourinho eftir þennan leik,“ sagði Gary Neville.


Tengdar fréttir

Henderson: Við erum pirraðir

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekkert allt of sáttur við markalausa jafnteflið gegn Man. Utd í kvöld.

Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield

"Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×