Enski boltinn

Neville: Liverpool er ekki betra en þetta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, en liðið tapaði þriðja leiknum í röð í gær þegar það laut í gras gegn Crystal Palace, 3-1, á útivelli.

Liverpool, sem barðist um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, er í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir tólf umferðir og hefur ekki byrjað verr í 22 ár.

Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton sem starfar sem knattspyrnusérfræðingur BBC í dag, fór ítarlega yfir gengi Liverpool í þættinum Match of the Day 2 í gærkvöldi.

„Vegna árangursins á síðusta tímabili held ég að sumir hafi búist við of miklu af Liverpool á þessari leiktíð. Það var svo nálægt því að vinna titilinn í vor með tvo heimsklassa framherja; Daniel Sturridge og sérstaklega Luis Suárez,“ sagði Neville.

„Liverpool var aldrei að fara að líkja eftir árangrinum á síðustu leiktíð, sérstaklega ekki eftir að Suárez fór. Liverpool er ekki að spila undir getu, staða liðsins endurspeglar frekar getu liðsins í dag. Sérstaklega þegar Sturridge er meiddur,“ sagði Phil Neville.


Tengdar fréttir

Carragher: Engir karlmenn og engir leiðtogar í Liverpool-liðinu

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool-liðsins gagnrýndi liðið harðlega eftir 3-1 tapið á móti Crystal Palace í gær en Liverpool-liðið hefur nú aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Brendan Rodgers: Ég veit vel að ég þarf að fara vinna leiki

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tók fulla ábyrgð á tapi liðsins á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær en Liverpool, sem komst í 1-0 í leiknum, tapaði leiknum 3-1 og er þar með búið að tapa þremur deildarleikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×