Fótbolti

Neville: Læra vonandi af þessu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Gary Neville vonast til þess að ungir leikmenn enska landsliðsins muni læra af reynslunni þrátt fyrir slakt gengi enska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í ár.

Ekki voru miklar væntingar gerðar til liðsins fyrir mót en leikmenn liðsins ollu miklum vonbrigðum. England sem var í erfiðum riðli fékk aðeins eitt stig úr þremur leikjum.

„Við vorum alveg ónýtir eftir að hafa dottið út og ég finn ennþá fyrir vonbrigðum. Við verðum að reyna að gleyma mótinu sem leið og reyna að halda áfram sem lið. Það eru margir ungir leikmenn sem tóku þátt og verkefni okkar er að þeir verði betur í stakk búnir fyrir Evrópumótið eftir tvö ár.“

„Henderson, Wilshere, Sturridge, Welbeck, Jones, Smalling, Barkley og Shaw eiga allir nokkur stórmót eftir á ferlinum og það er undir þeim komið hvernig liðinu mun ganga. Þeir verða að læra af fyrsta mótinu sínu og reyna að bæta árangurinn eftir tvö ár,“ sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×