Fótbolti

Neville: Ensku liðin komin á byrjunarreit í Evrópu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn féllu úr leik eftir vítaspyrnukeppni.
Liverpool-menn féllu úr leik eftir vítaspyrnukeppni. vísir/getty
Ensk lið hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópukeppnunum tveimur í fótbolta á þessu tímabili.

Enskur fótbolti varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Liverpool féll úr leik í Evrópudeildinni ásamt Tottenham, en Liverpool komst heldur ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Eftir 3-1 tap Arsenal gegn Monaco á miðvikudagskvöldið í Meistaradeildinni og 2-1 tap Englandsmeistara Manchester City gegn Barcelona má reikna með að bara Everton og kannski Chelsea verði áfram í Evrópu þetta tímabilið.

Vítaspyrnukeppni Liverpool og Besiktas:


Everton vann öruggan samanlagðan sigur á Young Boys í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Chelsea er með 1-1 stöðu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í viðureign sinni við PSG fyrir heimaleikinn.

„Við erum á rangri leið í Evrópu. Hélt við værum að bæta okkur en því miður er ekki svo. Við erum komnir aftur á byrjunarreit,“ sagði Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og tvöfaldur sparkspekingur ársins á Englandi, á Twitter í gær.

Hann fékk svo fyrirspurn um hvort enska úrvalsdeildin væri enn sú besta í heimi. Neville svaraði: „Þegar horft er til gæða deildarinnar, nei. En kannski er hún sú skemmtilegasta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×