Enski boltinn

Neville: Arsenal þarf Simeone

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diego Simeone er knattspyrnustjóri Atletico Madrid.
Diego Simeone er knattspyrnustjóri Atletico Madrid. vísir/getty
Knattspyrnusérfræðingurinn Gary Neville heldur því fram að Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, sé rétti maðurinn til þess að taka við liði Arsenal.

Simeone hefur oft verið orðaður við Arsenal síðustu ár en fyrrum knattspyrnustjóri Barcelona, Luis Enrique, er talinn líklegastur til þess að taka við af Arsene Wenger sem tilkynnti ákvörðun hans um að hætta með liðið á föstudaginn.

„Enrique hefur náð árangri, en hvers konar tækifæri er Arsenal? Er það tækifæri til að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu eða að vinna úrvalsdeildina? Ef markmiðið er það seinna þá þurfa þeir annað hvort að hafa knattspyrnustjóra sem getur náð betur en búist er við af honum eða stjórnin þarf að eyða svipuðum peningum og Manchesterliðin og Chelsea, en það er ólíklegt.“

„Þá þarf Arsenal stjóra eins og Diego Simeone. Ár eftir ár hefur hann gert tilkall að titlum, bæði í Meistaradeildinni og í La Liga deildinni en Atletico er ekki með nærri því sama fjármagn og Barcelona eða Real Madrid.“

„Arsenal þarf stjóra sem kann að berjast gegn miklu fjárhagslegu afli, það er Simeone. Hann getur gert það og hann hefur gert það ár eftir ár,“ sagði Gary Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×