Fótbolti

Neuer: Ég gæti spilað úti

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Neuer er góður á boltann
Neuer er góður á boltann vísir/getty
Manuel Neuer markvörður Bayern Munchen og heimsmeistara Þýskalands í fótbolta segist geta leikið framar á vellinum en þó ekki í sama gæðaflokki.

Hinn 28 ára gamli Þjóðverji var valinn besti markvörður heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu í sumar þegar hann hjálpaði þjóð sinni að landa heimsmeistaratitlinum.

Neuer er frægur fyrir að hjálpa vörn sinni með að vera vakandi í markinu og fljótur að sópa upp bolta sem koma inn fyrir vörnina. Hann er ekki í neinum vafa með að hann gæti leikið framar á vellinum.

„Líklega í fjórðu efstu deild. Þar sé ég fyrir mér að ég gæti leikið sem útispilari,“ sagði Neuer við FIFA.com.

„Stundum þegar við æfum staðsetningar þá erum við sjö gegn þremur og þá tek ég stundum þátt í því sem útispilari. Það er mikilvægt því það hjálpar mér að bæta tæknina, sendingarnar og snerpu við að leika boltanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×