Erlent

Netárásin sem lagði Twitter, Netflix og Spotify var stærsta netárás sinnar tegundar í sögunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samkvæmt gögnum frá Dyn voru um 100.000 tæki nýtt í árásina.
Samkvæmt gögnum frá Dyn voru um 100.000 tæki nýtt í árásina. Vísir/Getty
Netárásin sem gerð var um síðustu helgi og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma var sú stærsta sinnar tegundar sem gerð hefur verið í sögu internetsis.

Þetta kemur fram í færslu á síðu bandaríska fyrirtækisins Dyn en árásin beindist gegn fyrirtækinu. Guardian fjallar um málið.

Árásin var gerð 21. október og stóð yfir stærstan hluta þess dags og gerði það að verkum að nær ómögulegt reyndist fyrir notendur internetsins að komast inn á vinsælar vefsíður á borð við Twitter, Netflix, Reddit og fleiri.

Sjá einnig:Ný og hættuleg tegund netárása

Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.

Líkt og komið hefur fram áður var árásin um margt sérstök vegna þess að hún nýtti sér þróun sem kallast iternet hlutanna, (e. Internet of Things). Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla eru nú tengd netinu. Það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem nýtt voru í árásina.

Samkvæmt gögnum frá Dyn voru um 100.000 tæki nýtt í árásina. Þegar mest lét voru 1,2 terabæt af gögnum, um 1,200 gígabæt, send á vefþjóna Dyn á hverri sekúndu. Er árásin því um tvöfalt stærri en aðrar árásir af svipuðum skala.

Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. 


Tengdar fréttir

Ný og hættuleg tegund netárása

Sérfræðingur í upplýsingaöryggi segir að netárásum í gegnum "internet hlutanna" eigi eftir að fjölga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×