Erlent

Netanjahú hvikar hvergi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Dómsmálaráðherra Ísraels hlustar á Netanjahú ræða áform sín.P
Dómsmálaráðherra Ísraels hlustar á Netanjahú ræða áform sín.P fréttablaðið/A
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist enn staðráðinn í að fá þingið til að samþykkja hið umdeilda frumvarp um að Ísrael verði skilgreint ríki gyðinga.

Tsipi Livni dómsmálaráðherra segir að það gæti orðið stjórninni að falli. Hún tók jafnframt fram, að ætli Netanjahú sér að refsa henni fyrir að vera andvíg frumvarpinu, þá geti það einnig kostað stjórnina þingmeirihluta.

Arabískir íbúar Ísraels hafa andmælt þessum áformum harðlega, og margir ísraelskir gyðingar sömuleiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×