Erlent

Nepal setur indverska lögreglumenn sem þóttust hafa klifið Everest í bann

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Satyaru Sidhantha ásamt myndunum frægu. Til vinstri má sjá upprunalegu mynd hans og til hægri þá fölsuðu sem leiddi til bannsins.
Satyaru Sidhantha ásamt myndunum frægu. Til vinstri má sjá upprunalegu mynd hans og til hægri þá fölsuðu sem leiddi til bannsins. Vísir/Epa
Yfirvöld í Nepal hafa sett tvo lögreglumann, sem héldu því fram að þau væru fyrsta indverska parið til að klífa Everest, í tíu ára fjallaklifursbann. Rannsókn yfirvalda hefur leitt í ljós að ljósmyndir sem sýna áttu parið á tindi fjallsins voru falsaðar. Banninu er ætlað að koma í veg fyrir að aðrir fjallgöngumenn falsi afrek sín. Margir þeirra sem klifið hafa Everest hafa í kjölfarið notið velgengni sem fyrirlesarar og rithöfundar.

Yfirmaður ferðamáladeildar Nepal, Sudarshan Prasad Dhakal sagði í samtali við AFP að greining á ljósmyndum parsins sýni að þau höfðu sett sig og fána sinn inn á myndir sem teknar voru af öðrum fjallgöngumanni sem klifið hefur Everest.

Satyaru Sidhantha, hefur nú stigið fram og sagt að myndirnar sem hjónin höfðu lagt fram til sönnunar væru í hans eigu. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá útskýringar frá þeim hafa þau ekki verið samvinnufús við rannsóknina,“ sagði Dhakal.

Dinesh og Tarakeshwari Rathod, sem vinna sem lögregluþjónar í Pune borg á Indlandi, héldu því fram að þua hafi klifið Everest í maí síðastliðnum. Í júlí höfðu þau, ásamt fylgdarliði sínu, hafnað ásökunum um að hafa falsað myndirnar.

Þá var einnig misræmi í dagsetningum sem hjónin gáfu upp. Ekki er talið að þau hafi getað náð tindi fjallsins eins fljótt og þau héldu fram, ásamt því að á myndunum sjást þau klæðast mismunandi skóm. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×