Innlent

Nemendur og kennarar í Hvolsskóla ætla að njóta aðventunnar með símalausum desember

Anton Egilsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Engir símar verða leyfðir í Hvolsskóla á Hvolsvelli í desember. Með símaleysinu ætla nemendur og kennarar skólans að njóta aðventunnar með því að tala saman, spila á spil og tefla.

Ákvörðun skólayfirvalda á símalausum desember var samþykkt á starfsmannafundi. Í henni felst að engir farsímar verða leyfðir í kennslustundum, í frímínútum, á göngum skólans eða á kaffistofu kennara fram að jólafríi.

„Okkur langar til að fá aðventuna aðeins öðruvísi. Að krakkarnir okkar og við séum í aðeins öðruvísi samskiptum á þessum tíma fram að jólum.“ Sagði Birna Sigurðardóttir, skólastjóri í Hvolsskóla, í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Birna segir að foreldrar hafi strax lýst yfir ánægju sinni með framtakið og hún trúir því sjálf að það verði til góðs fyrir alla. Símarnir séu truflandi.

„Það er verið að laumast í þetta til að eitt senda Snapchat, senda eitt skilaboð eða lesa þetta eða hitt.

Ekki verður leyfilegt að hafa síma á sér en Birna segir ástæðu þess vera sú að nemendur hafa verið að fara heldur langar klósettferðir.

„Þá er verið að kíkja aðeins yfir skilaboð dagsins.“

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×