MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 18:15

Vesturleiđin opnađist í dag

FRÉTTIR

Nemendur mótmćla brottvísun

 
Innlent
07:00 30. JANÚAR 2016
Ingvar Ţór Björnsson og Óskar Steinn Ómarsson hjá Ungum jafnađarmönnum í Hafnarfirđi skipuleggja mótmćli međ nemendum í Flensborg og vilja sýna samstöđu međ Dega fjölskyldunni.
Ingvar Ţór Björnsson og Óskar Steinn Ómarsson hjá Ungum jafnađarmönnum í Hafnarfirđi skipuleggja mótmćli međ nemendum í Flensborg og vilja sýna samstöđu međ Dega fjölskyldunni. FRÉTTABLAĐIĐ/ERNIR

Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. Samstöðufundurinn verður haldinn á Thorsplani í Hafnarfirði á morgun sunnudag klukkan fjögur. Tæplega hundrað hafa boðað komu sína.

Formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Ingvar Þór Björnsson segir ótækt að vísa burtu fjölskyldu og börnum sem hafa aðlagast vel í bænum . „Ungliðahreyfingin styður nemendur í Flensborg. Það er svo ósanngjarnt að vísa þeim burt. Þau hafa aðlagast svo vel samfélaginu. Krakkarnir taka þátt í hafnfirsku skólastarfi og tómstundum og gengur vel í lífinu hér,“ segir hann.

Dega fjölskyldan höfðar nú einkamál á hendur ríkinu og berst fyrir dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands í lok júlí á síðasta ári og sótti um hæli en var synjað. Elsti sonur hjónanna, Skënder og Nazmie Dega, glímir við alvarleg geðræn veikindi og hefur ekki fengið viðeigandi meðferð og lyf í heimalandinu. Yngri systkinin Joniada og Viken hafa staðið sig vel í námi og tómstundum. Skólameistari Flensborgarskóla þar sem Joniada stundar nám mótmælti ákvörðun kærunefndar og lýsti því hversu góður nemendi hún er. Þá hafa foreldrar barna í FH þar sem Viken hefur stundað íþróttir mótmælt meðferð barnanna sem til stendur að vísa úr landi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Nemendur mótmćla brottvísun
Fara efst