LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 20:57

Naumt tap fyrir Grikkjum í undanúrslitum

SPORT

Nemendur mótmćla brottvísun

 
Innlent
07:00 30. JANÚAR 2016
Ingvar Ţór Björnsson og Óskar Steinn Ómarsson hjá Ungum jafnađarmönnum í Hafnarfirđi skipuleggja mótmćli međ nemendum í Flensborg og vilja sýna samstöđu međ Dega fjölskyldunni.
Ingvar Ţór Björnsson og Óskar Steinn Ómarsson hjá Ungum jafnađarmönnum í Hafnarfirđi skipuleggja mótmćli međ nemendum í Flensborg og vilja sýna samstöđu međ Dega fjölskyldunni. FRÉTTABLAĐIĐ/ERNIR

Nemendafélag Flensborgarskólans og Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa boðað til samstöðufundar fyrir Dega fjölskylduna sem hefur verið vísað úr landi. Samstöðufundurinn verður haldinn á Thorsplani í Hafnarfirði á morgun sunnudag klukkan fjögur. Tæplega hundrað hafa boðað komu sína.

Formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Ingvar Þór Björnsson segir ótækt að vísa burtu fjölskyldu og börnum sem hafa aðlagast vel í bænum . „Ungliðahreyfingin styður nemendur í Flensborg. Það er svo ósanngjarnt að vísa þeim burt. Þau hafa aðlagast svo vel samfélaginu. Krakkarnir taka þátt í hafnfirsku skólastarfi og tómstundum og gengur vel í lífinu hér,“ segir hann.

Dega fjölskyldan höfðar nú einkamál á hendur ríkinu og berst fyrir dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands í lok júlí á síðasta ári og sótti um hæli en var synjað. Elsti sonur hjónanna, Skënder og Nazmie Dega, glímir við alvarleg geðræn veikindi og hefur ekki fengið viðeigandi meðferð og lyf í heimalandinu. Yngri systkinin Joniada og Viken hafa staðið sig vel í námi og tómstundum. Skólameistari Flensborgarskóla þar sem Joniada stundar nám mótmælti ákvörðun kærunefndar og lýsti því hversu góður nemendi hún er. Þá hafa foreldrar barna í FH þar sem Viken hefur stundað íþróttir mótmælt meðferð barnanna sem til stendur að vísa úr landi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Nemendur mótmćla brottvísun
Fara efst