Erlent

Nemendur fá einingar fyrir að hanga á netinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Námskeiðið er kennt við hásólann í Pennsylvania-fylki í Bandaríkjunum, University of Pennsylvania.
Námskeiðið er kennt við hásólann í Pennsylvania-fylki í Bandaríkjunum, University of Pennsylvania. Vísir/Getty
Nemdur við University of Pennsylvania í Bandaríkjunum geta nú fengið einingar fyrir að „eyða tíma á netinu“. Nemendum er gert að mæta þrisvar í viku, í klukkutíma í senn, og hanga á netinu, eins og greint er frá í Washington Post.

Tilgangur námskeiðisins er þó ekki bara sá að eyða tíma á netinu. Kennarinn Kenneth Goldsmith er í raun að kenna skapandi skrif og vonast til þess að með því að nemendur hans eyði tíma netinu komist þeir í rétt hugarástand til þess að skrifa. Hann vonast til þess að vitund þeirra verði mitt á milli hins stafræna og raunveruleikans.

Goldsmith vonast einnig til þess að koma þeim boðskap á framfæri að netið sé ekki slæmt. „Margir halda að netið geri samfélagið okkar heimskara. Ég er algjörlega á öndverðum meiði, ég tel að það geri samfélagið gáfaðra,“ segir hann. Goldsmith vonast til þess að fólk hætti að líta á það sem svo að það hafi „sóað“ tíma sínu þegar það les á netinu.

Goldsmith hefur áður unnið með netið á nýstárlegan hátt. Í fyrra gerði hann tilraun til þess að prenta út allt netið. 

„Í skapandi skrifum og í list yfir höfuð á maður að prófa sig áfram. Prófa hluti sem maður öðrum gætu þótt svolítið svívirðilegir, svolítið óvenjulegir,“ segir hann og bætir við að það sé það sem nám á þessu stigi eigi að ganga út á, að prófa nýja hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×