Innlent

Nemendafélag Kvennó bað nemendur afsökunar vegna gæslu á busaballi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Nemendur á nýnemaballi Kvennó í vikunni voru látnir blása í áfengismæla.
Nemendur á nýnemaballi Kvennó í vikunni voru látnir blása í áfengismæla. vísir/afp
Nemendafélag Kvennaskólans, Keðjan, bað nemendur afsökunar á gæslu á nýnemaballi á fimmtudag en nemendur grunaðir um ölvun voru látnir blása í áfengismæla.

Skólameistari Kvennaskólans, Ingibjörg Guðmundsdóttir segir mikið í húfi að reyna að fresta áfengisneyslu nemenda eins og hægt er og minnir á að ölvun sé aldrei leyfileg í skólanum og á viðburðum á vegum skólans.

„Það er bara stranglega bannað að hafa áfengi og vímuefni um hönd eða vera undir áhrifum þeirra á lóð skólans, á öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Þetta eru skólareglurnar. Ég er í þessu uppeldisstarfi og við erum að reyna að vekja athygli á því að svona lífsstíll er til og við erum í heilsueflandi skóla og nú er ár lífstílsins. Þetta er ákveðinn lífsstíll sem vel er hægt að temja sér og er hollur og góður. Það er liður í því að seinka því að fólk noti svona vímuefni. Hvert ár sem að seinkar er gott, þá líka komast þau til vits og ára.“

Hér að neðan má sjá Facebook-færslu af vegg Keðjunnar þar sem framganga gæslunnar á ballinu er hörmuð.

Kæru Kvenskælingar og aðrir sem komu á ballið í gærOkkur í stjórn Keðjunnar finnst hrikalega leiðinlegt hvernig...

Posted by Keðjan Nemendafélag on Thursday, 27 August 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×