Enski boltinn

Nelson-feðgarnir verða á Anfield í kvöld

Feðgarnir á góðri stund.
Feðgarnir á góðri stund. vísir/frikki
Það verða Íslendingar á Anfield í kvöld er Liverpool tekur á móti Burnley.

Þeirra á meðal verða feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson. Þeir eru mættir til Liverpool með vöskum Mjölnismönnum sem ætla að keppa þar í borg um helgina.

Sjá einnig: 90 prósent líkur á að Gunnar berjist með Conor í Vegas

„Það verður að nýta tækifærið fyrst við erum hérna og fara á völlinn," segir Haraldur Nelson en hann hefur ívið meiri fótboltaáhuga en sonurinn.

„Þetta er í annað sinn sem við mætum á Anfield. Síðast komum við árið 2007. Mig minnir að Milan Baros hafi skorað tvö mörk í þeim leik."

Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×