Innlent

Neitar sök vegna banaslyss um jólin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einbreið brú yfir Glerá. Hinn látni var næstum því kominn yfir brúna þegar ákærði ók utan í bíl hans.
Einbreið brú yfir Glerá. Hinn látni var næstum því kominn yfir brúna þegar ákærði ók utan í bíl hans. Vísir/Pjetur
Kínverskur karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi neitaði sök við fyrirtöku málsins þann 4. mars síðastliðinn.

Manninum er gefið að sök að hafa ekið bifreið inn á einbreiða brú við Hólá í Öræfasveit of hratt miðað við aðstæður og án nægjanlegrar aðgæslu svo úr varð árekstur. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést en hann var 47 ára gamall erlendur ferðamaður en ákærði var jafnframt ferðamaður hér á landi þegar slysið varð.

Í dómi Hæstaréttar, þar sem farbann yfir manninum til 22. apríl er staðfest, kemur fram að hann hafi neitað sök við fyrirtökuna. Þá gerði hann jafnframt kröfu um það að dómari málsins myndi víkja sæti þar sem draga mætti óhlutdrægni hans í efa.

Áætlað er að aðalmeðferð málsins fari fram þann 21. mars en meint brot mannsins varða allt að sex ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Banaslys í Öræfasveit

Erlendur ferðamaður lést þegar tveir bílar skullu saman á brúnni yfir Hólá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×