Lífið

Neitar sögum um fíkniefnavanda

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Zayn Malik
Zayn Malik Vísir/getty
Sögusagnir um að Zayn Malik, einn meðlima One Direction, ætti við fíkniefnavanda að stríða fóru um eins og eldur í sinu um Twitter á mánudag, þegar félagar hans í hljómsveitinni héldu til Orlando á sunnudagskvöld til að kynna nýjustu plötu þeirra, Four, án hans. 

Í þætti Today Show á mánudagsmorgun spurði þáttastjórnandinn Matt Lauer þá út í fjarveru félaga síns og hvort ástæðan væri fíkniefnavandi, en í maí á þessu ári lak myndband sem sýndi Malik reykja gras ásamt félaga sínum í hljómsveitinni, Louis Tomlinson.  Þvertóku strákarnir fyrir það og sögðu Malik vera heima með slæma magakveisu. Í viðtali við The Sun í gær sagðist söngvarinn taka sögusagnirnar nærri sér. „Ég er mjög sár og reiður. Ég var mjög veikur og þess vegna gat ég ekki flogið til Orlando.“ 

Hann hefur nú náð heilsu á ný og gat flogið til Orlando í gær. Á twitter þakkaði hann aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og sagði að það væri gott að vera kominn aftur. Á sunnudag munu þeir koma fram á American Music Awards sem haldin verða í Los Angeles.  










Fleiri fréttir

Sjá meira


×