Erlent

Nebraska-ríki afnemur dauðarefsingu

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkisstjórinn Peter Ricketts.
Ríkisstjórinn Peter Ricketts. Vísir/AFP
Ríkisþing Nebraska í Bandaríkjunum samþykkti í gær að afnema dauðarefsingu, þvert á vilja ríkisstjórans.

Þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en nítján gegn, sem er nægur meirihluti til að hnekkja neitunarvaldi ríkisstjórans, Repúblikanans Peter Ricketts.

Ricketts hafði áður neitað að skrifa undir lög sem fólu í sér að dauðarefsing yrði afnumin og í stað kæmi lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Nebraska er nítjánda ríki Bandaríkjanna til að afnema dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×