Enski boltinn

Ndong sá dýrasti í sögu Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ndong í leik gegn PSG síðasta vetur.
Ndong í leik gegn PSG síðasta vetur. vísir/getty
David Moyes fékk forráðamenn Sunderland til þess að galopna veskið í dag og kaupa ungan leikmann frá Gabon.

Sá heitir Didier Ndong og er 22 ára gamall. Hann kemur til Sunderland frá Lorient í Frakklandi.

Sunderland greiðir 13,6 milljónir punda, 2 milljarða króna, fyrir leikmanninn. Sunderland hefur aldrei greitt svo háa greiðslu í einu lagi fyrir einn leikmann. Metið var sléttar 13 milljónir punda fyrir Asamoah Gyan og svo Steven Fletcher.

„Ég get ekki beðið eftir að hitta alla hjá félaginu, sjá völlinn og heyra í áhorfendum. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hamingjusamur Ndong.

„Stuðningsmenn Sunderland vita kannski ekki hver ég er í dag en þeir munu komast fljótt að því. Ég mun gefa allt sem ég á til félagsins.“

Ndong hefur spilað 18 landsleiki fyrir Gabon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×