FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

NBA í nótt: Butler bćtti 27 ára gamalt met Michael Jordan | Myndbönd

 
Körfubolti
07:15 04. JANÚAR 2016
Jimmy Butler sćkir ađ körfu Atlanta einu sinni sem oftar í nótt.
Jimmy Butler sćkir ađ körfu Atlanta einu sinni sem oftar í nótt. VÍSIR/GETTY

Jimmy Butler, leikmaður Chicago Bulls, stal senunni í NBA-körfuboltanum í nótt þegar hann tók sig til og skoraði 42 stig í naumum útisigri Chicago gegn Atlanta, 115-113.

Butler skoraði 40 af 42 stigum í seinni hálfleiknum og bætti þar með met Michael Jordan yfir flest stig skoruð í einum hálfleik hjá Bulls.

Jordan skoraði 39 stig í seinni hálfleik gegn Milwaukee Bucks árið 1989 og hafði metið því staðið í 27 ár þar til Butler sló það í nótt.„Ekki bera mig saman við hann. Ég vil ekki vera borinn saman við Jordan. Ég reyni, en ég er ekki nálægt því að vera jafn góður leikmaður,“ sagði Butler eftir leikinn í nótt.

Það þarf vart að taka fram að Butler var stigahæstur í Chicago-liðinu en Pau Gasol skilaði einnig góðri vakt og skoraði 19 stig og tók 13 fráköst.

DeMar DeRozan (24 stig), Kyle Lowry (22 stig, 10 stoðsendingar) og Luis Scola (22 stig, 5 fráköst) áttu allir góðan dag í liði Atlanta en það dugði ekki til gegn sjóðheitum Jimmy Butler að þessu sinni.

Hér að neðan má sjá hluta af frammistöðu Butler í nótt og einnig myndband af Michael Jordan raða stigum á Bucks árið 1989.

Úrslit næturinnar:
New York Knicks - Atlanta Hawks 111-97
Toronto Raptors - Chicago Bulls 113-115
Washington Wizards - Miami Heat 75-97
Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 106-112
Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 97-77


Butler setur 40 á Atlanta í einum hálfleik:

Jordan setur 49 á Milwaukee 1989 í einum hálfleik:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / NBA í nótt: Butler bćtti 27 ára gamalt met Michael Jordan | Myndbönd
Fara efst