ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:30

Falleg íslensk heimili: Amerísk villa á Selfossi

LÍFIĐ

NBA: Svo létt fyrir Golden State í Los Angeles ađ Curry hvíldi í fjórđa

 
Körfubolti
07:00 06. JANÚAR 2016

NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að vinna 33. leikinn sinn á tímabilinu í nótt þegar liðið heimsótti Los Angeles Lakers.

Meistararnir unnu sannfærandi sigur, 109-88, og hafa aðeins tapað tveimur af fyrstu 35 leikjum tímabilsins. Þeir eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð.

Klay Thompson var stigahæstur Golden State í nótt með 36 stig en hann skoraði 22 af þeim í fyrsta leikhluta. Steph Curry er aðeins meiddur á fæti og hvíldi því allan fjórða leikhlutann en skilaði samt 17 stigum.

Kobe Bryant var ekki með Los Angeles Lakers þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á öxl en í hans fjarveru skoraði Jordan Clarkson mest eða 23 stig. Lakers er búið að vinna átta af 36 leikjum sínum á tímabilinu.


Jimmy Butler og Pau Gasol fara fyrir Bulls:Jimmy Butler heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Chicago Bulls en hann fylgdi eftir 42 stiga leik sínum í fyrrakvöld með 32 stigum í 117-106 sigri Chicago gegn Milwaukee Bucks í nótt.

Butler bætti við tíu stoðsendingum sem er persónulegt met hjá honum á leiktíðinni en Derrick Rose sneri einnig aftur í lið Chicago og skoraði 16 stig. Pau Gasol bauð upp á myndarlega tvennu með 26 stigum á ellefu fráköstum.

Þá vann Dallas Mavericks 22. heimasigurinn í röð á móti Sacramento Kings en þurfti að þessu sinni tvær framlengingar til. Lokatölur, 117-116.

Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki 23 en DeMarcus Cousins skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Sacramento.

Úrslit næturinnar:
Atlanta Hawks - New York Knicks 101-107
Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 117-106
Dallas Mavericks - Sacramento Kings 117-116
LA Lakers - Golden State Warriors 88-109

Staðan í deildinni.


Cousins tryggir Sacramento framlengingu:
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / NBA: Svo létt fyrir Golden State í Los Angeles ađ Curry hvíldi í fjórđa
Fara efst