Körfubolti

NBA: Svo létt fyrir Golden State í Los Angeles að Curry hvíldi í fjórða

Tómas Þór Þórðarson skrifar
NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að vinna 33. leikinn sinn á tímabilinu í nótt þegar liðið heimsótti Los Angeles Lakers.

Meistararnir unnu sannfærandi sigur, 109-88, og hafa aðeins tapað tveimur af fyrstu 35 leikjum tímabilsins. Þeir eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð.

Klay Thompson var stigahæstur Golden State í nótt með 36 stig en hann skoraði 22 af þeim í fyrsta leikhluta. Steph Curry er aðeins meiddur á fæti og hvíldi því allan fjórða leikhlutann en skilaði samt 17 stigum.

Kobe Bryant var ekki með Los Angeles Lakers þriðja leikinn í röð vegna meiðsla á öxl en í hans fjarveru skoraði Jordan Clarkson mest eða 23 stig. Lakers er búið að vinna átta af 36 leikjum sínum á tímabilinu.

Jimmy Butler og Pau Gasol fara fyrir Bulls:


Jimmy Butler heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Chicago Bulls en hann fylgdi eftir 42 stiga leik sínum í fyrrakvöld með 32 stigum í 117-106 sigri Chicago gegn Milwaukee Bucks í nótt.

Butler bætti við tíu stoðsendingum sem er persónulegt met hjá honum á leiktíðinni en Derrick Rose sneri einnig aftur í lið Chicago og skoraði 16 stig. Pau Gasol bauð upp á myndarlega tvennu með 26 stigum á ellefu fráköstum.

Þá vann Dallas Mavericks 22. heimasigurinn í röð á móti Sacramento Kings en þurfti að þessu sinni tvær framlengingar til. Lokatölur, 117-116.

Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki 23 en DeMarcus Cousins skoraði 35 stig og tók 17 fráköst fyrir Sacramento.

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks - New York Knicks 101-107

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 117-106

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 117-116

LA Lakers - Golden State Warriors 88-109

Staðan í deildinni.

Cousins tryggir Sacramento framlengingu:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×