Erlent

Navar­ro verður einn helsti við­skipta­mála­ráð­gjafi Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar.
Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar. Vísir/AFP
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Peter Navarro í embætti formanns verslunarráðs Hvíta Hússins, sem er nýtt fyrirbrigði sem forsetinn og menn hans hafa ákveðið að koma á laggirnar.

Navarro var einn af helstu ráðgjöfum Trump í viðskiptamálum í kosningunni og hann hefur um árabil verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í Kína og hvatt til breytinga á því hvernig Bandaríkin stunda viðskipti við önnur ríki.

Hafa bækur Navarro meðal annars tekið á með hvaða hætti kínverska hagkerfið ógni því bandaríska, en Trump varði einmitt miklu púðri í kosningabaráttunni í gagnrýni á Kínverja og viðskiptahætti þeirra.

Navarro er 67 ára og hefur starfað sem prófessor við Kaliforníuháskóla. Meðal frægari bóka hans er Death by China: How America Lost its Manufacturing Base sem einnig var gerð að heimildarmynd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×