Erlent

Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnarskrárdómstóll hefur snúið banni gegn nautaati í Katalóníu á Spáni. Dómstóllinn segir að bannið, sem sett var á af héraðsyfirvöldum árið 2010, vegna varðveitingar menningarsögu svæðisins. Í úrskurðinum segja níu af tólf dómurum að varðveiting menningararfs sé hlutverk ríkisins og að þing Katalóníu hafi farið fram yfir valdsvið sitt.

Heimamenn eru æfir yfir úrskurðinum samkvæmt Guardian. Haft er eftir talsmanni ríkisstjórnar Katalóníu að hún muni sjá til þess að úrskurðurinn muni hafa engin áhrif.

Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, segir í tísti að borgin hafi verið á móti nautaati frá árinu 2004 og sama hvað dómstóllinn segi verði dýraníð ekki liðið.

Úrskurðurinn gæti haft áhrif á mörg héröð Spánar sem hafa einnig bannað nautaat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×