Innlent

Nauðsynleg þjónusta lækna til staðar komi til verkfalls lækna

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Herdís Gunnardóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Félagar í Læknafélagi Íslands (LÍ) og Skurðlæknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. október til miðnættis þriðjudagsins 28.október 2014 (2 sólarhringar), frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 17. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 18. nóvember 2014 (2 sólarhringar) og frá miðnætti aðfararnótt mánudagsins 8. desember til miðnættis þriðjudaginn 9. desember 2014 (2 sólarhringar).

„Á verkfallsdögum er skylt samkvæmt lögum að veita nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu sem að mati LÍ er sambærileg læknisþjónusta og veitt er um helgar og á hátíðisdögum. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) er bókað að venju í viðtalstíma lækna á heilsugæslustöðvum og göngudeildum á boðuðuðm verkfallsdögum.

Íbúum er bent á að fylgjast  með því að morgni verkfallsdaga hvort verkfall sé skollið á og munu þá bókuð viðtöl falla niður.  Ítrekað er að nauðsynleg bráðaþjónusta lækna er til staða á HSU komi til verkfalls lækna,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU .

Íbúar í heilbrigðisumdæmi Suðurlands eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu HSu um hver áhrif yfirvofandi verkfalls munu verða á þjónustu lækna á starfstöðvum stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×