Tónlist

Nauðlentu einkavél Lil' Wayne eftir flogakast

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Rapparinn Lil' Wayne er flogaveikur og lenti í dái fyrir þremur árum síðan vegna þessa.
Rapparinn Lil' Wayne er flogaveikur og lenti í dái fyrir þremur árum síðan vegna þessa. Vísir/Getty
Rapparinn Lil‘ Wayne er nú að jafna sig eftir að hafa fengið óvænt flogaveikiskast í flugvél í gær. Lenda þurfti einkavélinni á næsta mögulega áfangastað til þess að koma Wayne á sjúkrahús hið fyrsta.

Sjúkraliðar voru tilbúnir á flugvellinum í Nebraska, þar sem vél rapparans lenti, en þá þvertók hann fyrir að fá læknisaðstoð.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist því í október árið 2012 þurfti einnig að lenda vél eftir að Wayne féll í flog. Þá var sú ástæða gefin að rapparinn væri með gífurlegt mígreni og hefði upplifað mikið vökvatap.

Ári seinna var hann fluttur á spítala vegna fjölda floga sem olli því að hann féll í tímabundið dá. Þá greindi hann frá því í fjölmiðlum að hann væri flogaveikur og viðurkenndi að hafa falið það fyrir aðdáendum sínum.

Talað er um að líðan Lil‘ Wayne sé eftir atvikum mjög góð og að hann sé nú að jafna sig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×