Innlent

Nauðgunardómur mildaður í Hæstarétti: Aldrei séð svo mikla áverka á kynfærum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn og konan hittust á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.
Maðurinn og konan hittust á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann á sextugsaldri sem hlotið hafði þriggja ára dóm í héraði í nóvember síðastliðnum fyrir hlutdeild í nauðgun. Hæstiréttur dæmdi hins vegar Vojislav Velemir, frænda mannsins sem einnig er á sextugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann hafði áður fengið fjögurra ára dóm í héraði. 

Vojislav hitti konuna á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2013, þaðan fóru þau heim til Vojislav þar sem hann nauðgaði konunni. Var frændi Vojislav sakaður um hlutdeild í nauðguninni en hann átti að hafa haldið henni á meðan henni var nauðgað.

Hæstiréttur sýknaði hann af þeirri sök en dómkvaddir matsmenn sem skoðuðu myndir af áverkum á handleggjum konunnar komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri útilokað að Vojislav hefði sjálfur haldið konunni niðri á meðan hann nauðgaði henni. Var þannig ekki hægt að staðhæfa að frændinn hefði átt hlutdeild í brotinu gegn eindreginni neitun hans.

Sjá einnig:Skrifaði nafn og símanúmer á blað vegna hræðslu

Við ákvörðun refsingar Vojislav var litið til þess að hann hefði ekki áður gerst brotlegur samkvæmt sakarvottorði. Einnig var þó litið til þess að brot hans væri gróft og afleiðingar þess fyrir konuna, bæði líkamlegar og andlegar, verulegar.

Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti konunni daginn eftir nauðgunina sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei séð svo mikla áverka á kynfærum kvenna. 



Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×