Innlent

Náttúrupassinn er vonbrigði

garðar örn úlfarsson skrifar
Vilja ekki gullgrafaraástand.
Vilja ekki gullgrafaraástand. Fréttablaðið/Vilhelm
Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps segir það mikil vonbrigði að á því tæpa ári sem liðið sé síðan náttúrupassi var síðast til meðferðar á Alþingi hafi lítið áunnist.

„Sveitarstjórn hefur sannfærst enn frekar um að hafna beri náttúrupassanum enda verður það fyrirkomulag erfitt og flókið í framkvæmd,“ segir í bókun. „Nauðsynlegt er að sett verði lög um gjaldtökuna sem nái til allra ferðamannastaða til að koma í veg fyrir það „gullgrafara“ ástand sem hefur skapast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×