Glamour

Náttúruleg og látlaus förðun á Golden Globe

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Það var áberandi trend þegar kom að förðuninni hjá stjörnunum á rauða dreglinum á Golden Globe í gær að hin svokallaða "contour" förðun sem hefur tröllriðið öllu undanfarið er á undanhaldi. Í stað þessu var náttúruleg og látlaus förðun í fókus þar sem oft var meiri áhersla á varir en augu. Ánægjuleg þróun. 

Lestu líka: Best klæddu stjörnurnar að mati Glamour. 

L
estu líka: Verst klæddu stjörnurnar að mati
Glamour.



Harpa Káradóttir, ritstjóri förðunarkafla Glamour, valdi sínar uppáhaldsfarðanir frá rauða dreglinum í gær og má sjá þær hér fyrir neðan.

„Highlight og contour er klárlega dottið út og í staðinn er komin áhersla á fallega og náttúrulega húð. Margir skörtuðu fallegum og áberandi varalit og héldu í staðinn augnförðuninni látlausri. Síðan var dálítið um augnskugga og varalit i sama tón (sama palletta). Það er einnig greinilegt að litir eru að koma sterkir inn á þessu ári, ekki bara í fötunum heldur í förðuninni líka.“

Emily Ratajkowski með appelsínurauðan varalit við gulan kjól. Sumarlegt og fallegt.
Lily Cole með rauðan varalit og ljósbleikan augnskugga.
Sophia Bush með náttúruleg augu, rauðar varir og fallegan ljóma í húðinni.
Leikkonan Olivia Culpo með brúngyllta augnförðun og ljósbrúnar varir.
Emma Stone var með frísklega förðun og smá silfur í augnkrókunum setti punktinn yfir i-ið.
Jessica Biel með eyeliner, fallega húð og ljósbleikan varalit.

Tengdar fréttir






×