Erlent

NATO sækist ekki eftir nýju köldu stríði við Rússa

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Vísir/AFP
Atlantshafsbandalagið sækist ekki eftir átökum við Rússa og vill alls ekki lenda í nýju köldu stríði.

Þetta segir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í samtali við Breska ríkisútvarpið.

NATO áætlar að senda fjögur þúsund auka hermenn til Austur-Evrópu á næstunni en Stoltenberg segir að með fjölguninni eigi að koma í veg fyrir átök en ekki að ýta undir þau.

Þá segir Stotenberg að þrátt fyrir að kólnað hafi á milli Rússa og Vesturlanda á síðustu misserum sjái NATO þá ekki sem ógn.

Samskipti Rússa og Vesturlanda hafa ekki verið eins slæm og frá því í kalda stríðinu en Bandaríkin og ESB settu viðskiptaþvinganir á Rússa árið 2014 eftir að þeir innlimuðu Krímskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×