Erlent

NATO krefst þess að Rússar láti af árásum

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir brot Rússa vera "óásættanleg“.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir brot Rússa vera "óásættanleg“. Vísir/AFP
NATO hefur krafist þess að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi og óbreytta borgara og einbeiti sér að vígasveitum ISIS.

Bandalagið hefur jafnframt fordæmt að Rússar hafi ítrekað rofið lofthelgi Tyrklands um helgina.

Sendiherrar 28 aðildarríkja NATO komu saman til fundar í Brussel síðdegis í dag til að ræða brot Rússa.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði brot Rússa vera „óásættanleg“, en sendiherra Rússlands hefur sagt að um mistök hafi verið að ræða.

Rússar hafa gert fjölda loftárása á skotmörk í Sýrlandi síðustu dagana til aðstoðar stjórnar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Rússlandsstjórn segir árásirnar beinast gegn vígasveitum ISIS og annarra íslamskra hryðjuverkamanna, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og Tyrklandi segja árásirnar einnig hafa beinst að stjórnarandstöðunni í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×