Enski boltinn

Nastasic á förum frá Englandsmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nastasic í baráttunni við Yaya Sanogo í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Nastasic í baráttunni við Yaya Sanogo í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Vísir/Getty
Samkvæmt frétt Manchester Evening News eru Ítalíumeistarar Juventus að undirbúa tilboð í Matija Nastasic, leikmann Manchester City.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, hefur tjáð serbneska varnarmanninum að honum sé frjálst að yfirgefa félagið, en eftir kaupin á Eliaquim Mangala er ljóst að tækifæri Nastasic verða af skornum skammti í vetur.

Nastasic er metinn á um tólf milljónir punda og svo virðist sem Juventus sé tilbúið að reiða fram þá upphæð fyrir varnarmanninn sem kom til City frá Fiorentina fyrir tveimur árum.

Þá eru Micah Richards og Scott Sinclair líklega báðir á förum frá City, en Newcastle United er sagt hafa áhuga á þeim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×